Sagði upp hjá FH

Jakob Lárusson, fráfarandi þjálfari FH.
Jakob Lárusson, fráfarandi þjálfari FH. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Jakob Lárusson hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari kvennaliðs FH í handknattleik en félagið greindi frá þessu á Facebooksíðu sinni í gærkvöld. 

FH er nýliði í Olís-deildinni og hefur liðið átt erfitt uppdráttar til þessa en FH er án stiga eftir fyrstu sex leikina. 

„Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að starfa fyrir FH. Ég tel á þessum tímapunkti best fyrir liðið að annar þjálfari klári tímabilið og haldi áfram uppbyggingu liðsins. Ég vil þakka leikmönnum, stjórn, stuðningsmönnum og öllum FH-ingum kærlega fyrir samstarfið og óska þeim alls hins besta segir Jakob Lárusson fráfarandi þjálfari mfl kvenna,” er haft eftir Jakob í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert