Einn besti leikmaður HK á förum

Jóhann Birgir Ingvarsson í leik með FH.
Jóhann Birgir Ingvarsson í leik með FH. mbl.is/Hari

Jóhann Birgir Ingvarsson, einn af lykilmönnum HK, er á förum frá félaginu en liðið leikur í næstefstu deild Íslandsmótsins í handknattleik, Grill 66-deildinni. 

HK tilkynnti á Facebook-síðu handknattleiksdeildar í morgun að HK og Jóhann hefðu ákveðið að rifta samningi leikmannsins. 

Jóhann kom til HK frá FH árið 2019 en hann er uppalinn hjá FH. Jóhann Birgir var með atkvæðamestu mönnum hjá HK þegar liðið lék í efstu deild á síðasta tímabili og hafði skorað 20 mörk í fyrstu fjórum leikjunum á þessu tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert