Íslandsmeistari blæs í flautuna

Vilhelm Gauti Bergsveinsson í leiknum í gær.
Vilhelm Gauti Bergsveinsson í leiknum í gær. Ljósmynd/Þorgils Garðar Gunnþórsson

Dómurum í handboltahreyfingunni hefur borist liðsauki í fyrrverandi leikmanni sem hefur hafið störf sem dómari á Íslandsmótinu í handknattleik. 

Vilhelm Gauti Bergsveinsson er orðinn dómari í íþróttinni og á meðfylgjandi mynd grípur hann til tveggja mínútna refsingar í leik Fjölnis-Fylkis og Víkings í Árbænum í gærkvöldi í Grill66 deild kvenna. Víkingur hafði betur í leiknum 27:22. 

Vilhelm Gauti lék lengi með Fram og HK og ekki er ýkja langt síðan hann tók við Íslandsmeistaratitlinum sem leikmaður. Hann var fyrirliði HK þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert