Dómurum í handboltahreyfingunni hefur borist liðsauki í fyrrverandi leikmanni sem hefur hafið störf sem dómari á Íslandsmótinu í handknattleik.
Vilhelm Gauti Bergsveinsson er orðinn dómari í íþróttinni og á meðfylgjandi mynd grípur hann til tveggja mínútna refsingar í leik Fjölnis-Fylkis og Víkings í Árbænum í gærkvöldi í Grill66 deild kvenna. Víkingur hafði betur í leiknum 27:22.
Vilhelm Gauti lék lengi með Fram og HK og ekki er ýkja langt síðan hann tók við Íslandsmeistaratitlinum sem leikmaður. Hann var fyrirliði HK þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2012.