Kominn aftur til Haukanna

Stefán Rafn Sigurmannsson á landsliðsæfingu.
Stefán Rafn Sigurmannsson á landsliðsæfingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefán Rafn Sigurmannsson handknattleiksmaður er kominn til liðs við sitt gamla félag, Hauka, á ný eftir níu ára fjarveru og hefur skrifað undir samning til þriggja ára.

Vísir greinir frá þessu í dag en Stefán fékk fyrr í þessum mánuði samningi sínum rift hjá ungverska félaginu Pick Szeged eftir að hafa verið frá keppni allt tímabilið vegna meiðsla. Hann hefur dvalið hér á Íslandi undanfarið og gekkst undir aðgerð vegna meiðslanna.

Stefán, sem er þrítugur hornamaður, lék með Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi frá 2012 til 2016 og með Aalborg í Danmörku tímabilið á eftir en hann vann meistaratitla í báðum löndum. Hann hefur leikið með Pick Szeged frá 2017, unnið bæði meistaratitilinn og bikarinn með liðinu í Ungverjalandi og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Hann á að baki 72 landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert