Elín öflug í tapi

Elín Jóna Þorsteinsdóttir.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Eggert Jóhannesson

Elín Jóna Þor­steins­dótt­ir, landsliðsmarkvörður í hand­knatt­leik, átti mjög góðan leik þegar lið henn­ar og Steinunnar Hansdóttur, Vend­syssel, tapaði gegn Silkeborg-Voel í dönsku úr­vals­deild­inni í dag.

Elín varði 13 skot í leikn­um og var með 37 pró­sent markvörslu en 24:27-tap varð niðurstaðan. Stein­unn skoraði tvö mörk í leikn­um.

Vend­syssel er neðst í deild­inni með aðeins þrjú stig úr nítján leikj­um og er þrem­ur stig­um á eft­ir næsta liði. Neðsta lið deild­ar­inn­ar fell­ur beint.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert