Flott úrslit hjá Aðalsteini

Ýmir Örn Gíslason skoraði tvívegis fyrir Löwen.
Ýmir Örn Gíslason skoraði tvívegis fyrir Löwen. AFP

Þýska liðið Rhein-Neckar Löwen og austurríska liðið Kadetten gerðu jafntefli 30:30 í EHF-bikarnum í handknattleik í dag. 

Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Löwen í leiknum en Aðalsteinn Eyjólfsson stýrir liði Kadetten. 

Liðin leika í D-riðli keppninnar og voru þetta fyrstu stigin sem Löwen tapar í keppninni en liðið hafði unnið fyrstu þrjá leikina og er með 7 stig. Kadetten er með fjögur stig eftir þrjá leiki. Hefur unnið einn og gert þrjú jafntefli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert