Andri tryggði Gróttu stig í Eyjum

Theodór Sigurbjörnsson skorar fyrir ÍBV í leik gegn Gróttu.
Theodór Sigurbjörnsson skorar fyrir ÍBV í leik gegn Gróttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

ÍBV og Grótta gerðu jafntefli 32:32 í sjöundu umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeildarinnar, í Vestmannaeyjum í dag. Lokamínútan var æsispennandi. 

ÍBV hefur unnið fjóra af sex fyrstu leikjum sínum og er með 9 stig en Grótta er með einn sigur í fyrstu sex leikjunum og er með 5 stig.

Gróttumenn sóttu dýrmætt stig til Vestmannaeyja er liðið spilaði við ÍBV í 7. umferð Olísdeildar karla. Leiknum lauk 32:32 en Gróttumenn höfðu forystu nánast allan leikinn. Eyjamenn náðu forystunni undir lokin en það var Andri Þór Helgason sem jafnaði metin fyrir Gróttu úr vítakasti eftir að leiktíminn var búinn.

Birgir Steinn Jónsson átti frábæran leik í liði Gróttu en hann skoraði 8 mörk úr 13 skotum og skapaði sex færi fyrir liðsfélaga sína. Andri Þór Helgason átti þá einnig góðan leik en hann skoraði úr sjö af sínum átta skotum í leiknum. Stefán Huldar Stefánsson var einnig frábær í marki Gróttu en hann varði 16 skot, tvöfalt meira en markverðir ÍBV til samans.

Hjá Eyjamönnum var það Kári Kristján Kristjánsson sem leiddi markaskorun liðsins með tíu mörk. Ásgeir Snær Vignisson sem sneri aftur á völlinn eftir löng meiðsli spilaði einnig vel í sókn Eyjamanna og skoraði sex mörk úr sínum sex skotum, sem flest komu að utan.

Eyjamenn voru með unninn leik í höndunum þegar 14 sekúndur voru eftir en þá tók liðið leikhlé, liðinu tókst þó að tapa boltanum á fimm sekúndum. Gestirnir hirtu boltann og komust í sókn þar sem brotið var á þeim í dauðafæri og vítið dæmt. Andri skoraði eins og áður segir á vítalínunni en hann hafði klikkað á vítinu á undan.

ÍBV 32:32 Grótta opna loka
60. mín. ÍBV tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka