Ágúst Elí Björgvinsson landsliðsmarkvörður í handknattleik átti sannkallaðan stórleik í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar lið hans Kolding vann góðan útisigur á Fredericia.
Lokatölur í miklum markaleik urðu 38:31 fyrir Kolding en samt var Ágúst með hvorki meira né minna en 45 prósent markvörslu og varði 22 skot frá heimamönnum.
Með þessum úrslitum höfðu liðin sætaskipti en Kolding er nú í 7. sæti deildarinnar með 19 stig úr 19 leikjum en Fredericia er í áttunda sæti með 18 stig úr 18 leikjum.