Mikil dramatík var í Kaplakrika þegar FH og KA gerðu jafntefli 31:31 í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.
FH virtist vera að landa sigri þegar skammt var eftir því liðið var yfir 31:27 á 58. mínútu. KA skoraði hins vegar fjögur síðustu mörkin og liðin fá því sitt hvort stigið.
Andri Snær Stefánsson, einn reyndasti leikmaður KA, skoraði jöfnunarmarkið úr vítakasti á lokasekúndunum. Víti var dæmt á Leonharð Þorgeir Harðarson sem fékk auk þess rautt spjald.
Einar Rafn Eiðsson skoraði 7 mörk fyrir FH í leiknum og Phil Döhler varði 11 skot. Einar Birgir Stefánsson skoraði 8 mörk fyrir KA og Ólafur Gústafsson skoraði 7 mörk gegn uppeldisfélaginu í Hafnarfirði. Markverðir KA Svavar Sigmundsson og Nicholas Satchwell vörðu samtals 11 skot.
FH er með 9 stig eins og ÍBV og Afturelding en KA er með 5 stig.