Selfyssingar sterkir eftir langt hlé

Ragnar Jóhannsson sækir að marki Vals í kvöld.
Ragnar Jóhannsson sækir að marki Vals í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selfoss vann 30:24-útisigur á Val í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Eftir jafnar fyrstu mínútur náði Selfoss fínum kafla og hélt út forskotinu allan leikinn. Leikurinn var sá fyrsti hjá Selfyssingum eftir hléið sem gert var á deildinni vegna kórónuveirunnar. 

Staðan þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var 8:5, Selfossi í vil. Mestur varð munurinn fimm mörk, 11:6, en þá tóku Valsmenn við sér og náðu að minnka muninn í tvö mörk, 13:11. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 15:12, Selfossi í vil.

Ragnar Jóhannsson byrjaði afar vel í sínum fyrsta leik á Íslandi í nokkur ár en hann kom til Selfoss frá Bergischer í Þýskalandi á dögunum. Ragnar skoraði fimm mörk í hálfleiknum.

Vilius Rasimas var sterkur í markinu og varði tíu skot í hálfleiknum. Finnur Ingi Stefánsson skoraði mest hjá Val í hálfleiknum eða fjögur mörk.

Valur minnkaði muninn í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks en í kjölfarið kom góður kafli hjá Selfossi og var munurinn aftur orðinn fimm mörk þegar 20 mínútur voru eftir, 20:15.

Valsmenn gáfust ekki upp og minnkuðu muninn aftur í tvö mörk, en Selfyssingar gerðu vel í að ríghalda í forskotið sitt og hleypa Val ekki of nálægt. Var munurinn þrjú mörk þegar sex mínútur voru til leiksloka, 24:21. Selfoss var sterkari í lokin og vann að lokum sannfærandi sigur. 

Vilius Rasimas varði 18 skot í marki Selfyssinga og Ragnar Jóhannsson skoraði átta mörk. Finnur Ingi Stefánsson skoraði níu mör fyrir Val.

Valur 24:30 Selfoss opna loka
60. mín. Ragnar Jóhannsson (Selfoss) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka