Áfall fyrir Fram

Stella Sigurðardóttir í leiknum gegn FH á dögunum.
Stella Sigurðardóttir í leiknum gegn FH á dögunum. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Handknattleikskonan Stella Sigurðardóttir leikur ekki með bikar- og deildarmeisturum Fram næstu vikurnar.

Leikmaðurinn er rifbeinsbrotin en þetta staðfesti hún í samtali við Vísi.is.

Stella sneri aftur í handbolta eftir sjö ára fjarveru í síðasta mánuði en hún þurfti að hætta keppni árið 2014 vegna höfuðmeiðsla.

Í leiknum gegn FH fékk ég þungt högg ofan á bringuna,“ sagði Stella í samtali við Vísi.

Á miðvikudeginum fattaði ég að þetta væri kannski eitthvað alvarlegt. Þá átti ég orðið erfitt með að anda, hósta og hreyfa mig. Ég hef verið í hvíld síðan,“ bætti hún við.

Stella á von á því að vera frá í fjórar til sex vikur en góðar fréttir bárust úr Safamýrinni á dögunum því þær Hildur Þorgeirsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru allar væntanlegar til æfinga á næstu vikum eftir fjarveru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka