Kristianstad mátti þola 29:33-útitap fyrir Lugi í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Átta íslensk mörk nægðu ekki til fyrir Kristianstad.
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad og fyrirliðinn Ólafur Andrés Guðmundsson bætti við þremur mörkum.
Kristianstad er í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig eftir sjö leiki. Liðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.