Eyjamaðurinn sterkur í Íslendingaslag

Elliði Snær Viðarsson átti góðan leik í kvöld.
Elliði Snær Viðarsson átti góðan leik í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gummersbach hafði betur gegn Aue, 28:25, í Íslendingaslag í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Elliði Snær Viðarsson lék vel fyrir Gummersbach og skoraði fimm mörk. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið sem er í öðru sæti deildarinnar með 25 stig, einu stigi frá toppliði Hamburg, en Gummerbach á leik til góða.

Sveinbjörn Pétursson varði tíu skot í marki Aue og Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark. Aue er í tólfta sæti með 11 stig. Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið tímabundið um þessar mundir á meðan aðalþjálfari liðsins jafnar sig á veikindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert