Sá markahæsti frá keppni

Frá leiknum í Mosfellsbæ í gær.
Frá leiknum í Mosfellsbæ í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksmaðurinn Úlfar Páll Monsi Þórðarson mun missa af næstu leikjum Aftureldingar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Haukum í gærkvöldi. 

Úlfar tognaði í vinstri lærvöðva er hann lagði af stað í hraðaupphlaup í leiknum sem Haukar unnu 30:24. Handbolti.is greindi frá í dag. 

Hornamaðurinn hefur leikið afar vel með Aftureldingu á leiktíðinni og er hann markahæsti leikmaður liðsins með 25 mörk í sex leikjum. 

Bergvin Þór Gíslason, Birkir Benediktsson og Sveinn Andri Sveinsson eru einnig frá keppni hjá Aftureldingu vegna meiðsla. 

Úlfar Páll Monsi Þórðarson í leik með Stjörnunni á síðustu …
Úlfar Páll Monsi Þórðarson í leik með Stjörnunni á síðustu leiktíð. . mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert