Þetta eru vonbrigði

Róbert Geir Gíslason, lengst til vinstri.
Róbert Geir Gíslason, lengst til vinstri. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta eru vonbrigði,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í samtali við mbl.is um áframhaldandi áhorfendabann á íþróttaviðburðum hér á landi. 

„Við vorum að vonast eftir, þar sem það hefur vel tekist til í sóttvörnum, að það yrði aflétting á íþróttunum einnig. Það eru vonbrigði að það hafi ekki verið á þessu stigi en í staðinn bindum við enn meiri vonir um að það komi næst,“ sagði Róbert en reglur sem teknar verða í gildi eftir helgi gilda til 3. mars. 

Róbert segir að vel sé hægt að takmarka smithættu á leikjum. „Í flestum tilvikum eigum við mjög auðvelt með að halda fjarlægð í stúkunum. Þegar við fórum af stað í haust vorum við með lítinn fjölda áhorfenda og það tókst vel til. Við vorum að vonast til að sjá svipuð skref í þessari afléttingu,“ sagði Róbert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert