Barcelona vann 40:23 stórsigur gegn Anaitasuna þegar liðið hóf leik að nýju eftir jólafrí í spænsku 1. deildinni í handknattleik í dag.
Aron Pálmarsson var í byrjunarliði Barcelona og skoraði tvö mörk í leiknum.
Hann er aftur kominn á ról eftir að hafa misst af heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla.
Skoraði Aron til að mynda fimm mörk í sigri gegn Veszprém í Meistaradeildinni í vikunni.
Barcelona er sem fyrr í efsta sæti 1. deildarinnar, með fullt hús stiga eftir 18 leiki og átta stiga forskot á næsta lið.