Sveinn hafði betur í Íslendingaslag

Sveinn Jóhannsson.
Sveinn Jóhannsson. Ljósmynd/SønderjyskE

SønderjyskE vann góðan 28:23 sigur gegn Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Fjórir Íslendingar tóku þátt í leiknum.

Sveinn stóð vaktina vel í vörn SønderjyskE og skoraði eitt mark.

Í liði Ribe-Esbjerg skoraði Rúnar Kárason fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk en Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.

SønderjyskE er eftir sigurinn í 5. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Ribe-Esbjerg er 10. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert