Þriðja jafntefli Valskvenna í röð

Það var hart barist á Ásvöllum í dag.
Það var hart barist á Ásvöllum í dag. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Valur gerði sitt þriðja jafntefli í röð í Olísdeild kvenna í handbolta er liðið mætti Haukum á Ásvöllum í dag. Urðu lokatölur 19:19 eftir æsispennandi lokamínútur. 

Gríðarlegt jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en Haukar náðu 16:14-forskoti þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Valsliðið gafst hins vegar ekki upp og tókst að jafna. Fengu bæði lið tækifæri til að skora 20. markið undir lokin en það tókst ekki. 

Sara Odden og Karen Helga Díönudóttir voru markahæstar hjá Haukum með fimm mörk og Lovísa Thompson skoraði fimm fyrir Val. 

Valur er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig, einu stigi á eftir KA/Þór. Haukar eru í fimmta sæti með sjö stig eftir aðeins eitt tap í fjórum leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert