Daníel Freyr Andrésson átti stórleik í marki Guif þegar liðið vann frábæran 32:27 sigur gegn toppbaráttuliði Malmö á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.
Daníel Freyr varði alls 18 skot af 37 og var því með rétt tæplega 49 prósent markvörslu í leiknum.
Malmö hefði með sigri tekið toppsætið af Ystad og í hálfleik benti raunar allt til þess að það yrði raunin, þar sem Malmö fór með 13:19 forystu í hálfleik.
Í síðari hálfleiknum skellti Daníel Freyr einfaldlega í lás og lokaði nánast markinu þar sem Malmö skoraði aðeins átta mörk á móti 19 mörkum Guif-manna.
Gífurlega sterkur fimm marka sigur Guif því staðreynd.
Guif er eftir sigurinn í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og Malmö í 2. sætinu.