Landsliðsmaður frá keppni næstu vikurnar

Kristján Örn Kristjánsson í leik með Íslandi gegn Noregi á …
Kristján Örn Kristjánsson í leik með Íslandi gegn Noregi á HM í Egyptalandi í janúar. AFP

Kristján Örn Kristjánsson landsliðsmaður í handbolta verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla á ökkla. 

Skyttan lék ekki með Aix gegn Limoges í efstu deild Frakklands í gær vegna meiðslanna en hann tognaði á ökkla á æfingu. Sagði Kristján í samtali við Handbolta.is að hann yrði frá keppni í tvær til þrjár vikur. 

Kristján hefur leikið vel með Aix á leiktíðinni og er markahæsti leikmaður liðsins. Aix hefur komið á óvart á tímabilinu og er liðið í þriðja sæti með 19 stig eftir 11 leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert