Fram komst á nýjan leik að hlið KA/Þórs á toppi úrvalsdeildar kvenna í handknattleik, Olísdeildarinnar, með öruggum sigri á HK í Kórnum í dag, 32:22.
Fram er þá með 12 stig eftir átta umferðir eins og Akureyrarliðið, á undan Val með 11 stig og Stjörnunni með 10. HK er næstneðst með 5 stig en FH er án stiga á botninum.
Leikurinn var jafn framan af en í síðasta skipti munaði einu marki á liðunum þegar Fram var með 12:11 forystu eftir 22 mínútur. Safamýrarliðið komst í 16:12 fyrir hlé og eftir að þær bláklæddu skoruðu fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiks var öll spenna úr leiknum. Munurinn var orðinn ellefu mörk þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum.
Mörk HK: Tinna Sól Björgvinsdóttir 7, Kristín Guðmundsdóttir 4, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 1.
Alexandra Von Gunnarsdóttir varði 10 skot og Selma Þóra Jóhannsdóttir 2.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 12/5, Karólína Bæhrenz 7, Steinunn Björnsdóttir 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Elva Þóra Arnardóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1.
Sara Sif Helgadóttir varði 5 skot og Katrín Ósk Magnúsdóttir 4.