Valur sótti stigin á Seltjarnarnes

Gróttumaðurinn Birgir Steinn Jónsson sækir að vörn Vals þar sem …
Gróttumaðurinn Birgir Steinn Jónsson sækir að vörn Vals þar sem Anton Rúnarsson býr sig undir að taka á móti honum. Ljósmynd/Sigurður Ragnarsson

Valsmenn sigruðu Gróttu, 30:28, í fyrsta leik dagsins í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, sem fram fór á Seltjarnarnesi í dag.

Valsmenn eru þá komnir með 10 stig eftir 8 leiki og eru í öðru sæti deildarinnar sem stendur. Grótta er með 5 stig eftir átta leiki og er í níunda sæti.

Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn og munurinn aldrei meiri en tvö mörk en Valur var yfir í hléi, 17:15. 

Valsmenn gáfu hins vegar tóninn með því að skora þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiks og voru lengst af með fjögurra til fimm marka forystu. Grótta minnkaði muninn í 25:23 en Valsmenn svöruðu því með fjórum mörkum í röð og úrslitin voru því ráðin nokkrum mínútum fyrir leikslok þótt Gróttumenn næðu að laga stöðuna.

Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 7, Arnór Snær Óskarsson 6, Magnús Óli Magnússon 6, Stiven Tobar Valencia 4, Anton Rúnarsson 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1.

Einar Baldvin Baldvinsson varði fjögur skot í marki Vals.

Mörk Gróttu: Andri Þór Helgason 9, Birgir Steinn Jónsson 5, Gunnar Dan Hlynsson 4, Satoru Goto 4, Daníel Örn Griffin 3, Hannes Grimm 3.

Stefán Huldar Stefánsson varði 18 skot í marki Gróttu, þar af eitt vítakast, og var með 40 prósent markvörslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert