Stjarnan stóð af sér áhlaup Eyjamanna

Stjörnumaðurinn Tandri Már Konráðsson reynir að stöðva Eyjamanninn Ásgeir Snæ …
Stjörnumaðurinn Tandri Már Konráðsson reynir að stöðva Eyjamanninn Ásgeir Snæ Vignisson í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan vann í kvöld nauman 30:29-sigur á ÍBV í Olísdeild karla í handbolta. Stjarnan náði mest sex stiga forskoti í seinni hálfleik en Eyjamenn neituðu að gefast upp og jöfnuðu í 28:28. Stjarnan var hins vegar sterkari í blálokin. 

Eftir jafnar fyrstu mínútur náðu Stjörnumenn fínum kafla og var staðan þegar fyrri hálfleikur var hálfaður 11:6. Stjarnan hélt undirtökunum út hálfleikinn og var staðan í leikhléi 17:13. 

Stjarnan hélt því forskoti framan af í fyrri hálfleik og tíu mínútum fyrir leikslok munaði fimm mörkum á liðunum, 25:20. Þá kom 7:2-kafli hjá ÍBV og var staðan jöfn 27:27 þegar fjórar mínútur voru eftir. Stjarnan var hins vegar sterk undir lokin og fagnaði að lokum sigri. 

Tandri Már Konráðsson skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og þeir Starri Friðriksson og Björgvin Þór Hólmgeirsson skoruðu fimm hvor. Theodór Sigurbjörnsson, Hákon Daði Styrmisson, Kári Kristján Kristjánsson og Ásgeir Snær Vignisson gerðu allir fimm mörk fyrir ÍBV. 

ÍBV er áfram í fimmta sæti með níu stig en Stjarnan fór upp í áttunda sæti þar sem liðið er með sjö stig. 

Stjarnan 30:29 ÍBV opna loka
60. mín. Kári Kristján Kristjánsson (ÍBV) skorar úr víti Mínúta eftir og Stjarnan marki yfir og með boltann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert