Ribe-Esbjerg mátti þola 29:34-tap fyrir Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Liðið hefur nú tapað tveimur leikjum í röð eftir þrjá sigra í röð þar á undan.
Rúnar Kárason hefur leikið virkilega vel með Ribe-Esbjerg á tímabilinu og hann var markahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk. Gunnar Steinn Jónsson bætti við fjórum mökum en Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.
Ribe-Esbjerg er í ellefta sæti af fjórtán með fimmtán stig eftir 20 leiki.