Selfoss ekki í vandræðum með botnliðið

Nökkvi Dan Elliðason skoraði tvö mörk fyrir Selfoss.
Nökkvi Dan Elliðason skoraði tvö mörk fyrir Selfoss. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selfoss vann sinn fjórða leik í röð í Olísdeild karla í handbolta er liðið heimsótti ÍR í Austurbergið og vann öruggan 28:18-sigur. 

ÍR er á botninum og án stiga og áttu Selfyssingar ekki í erfiðleikum í Breiðholtinu. Selfoss skoraði fjögur fyrstu mörkin og var ÍR ekki líklegt til að jafna eftir það, en staðan í hálfleik var 14:7. 

Sveinn Aron Sveinsson var markahæstur hjá Selfossi með sjö mörk og Ragnar Jóhannsson skoraði fimm. Vilius Rasimas varði 13 skot í markinu Gunnar Valdimar Johnsen skoraði þrjú fyrir ÍR.

Selfoss er í þriðja sæti deildarinnar með ellefu stig, einu stigi á eftir toppliði Hauka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert