Landsliðsmarkverðir mættust

Viktor Gísli Hallgrímsson ver mark toppliðsins.
Viktor Gísli Hallgrímsson ver mark toppliðsins. AFP

GOG vann öruggan 36:27-útisigur á Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Með sigrinum styrkti GOG stöðu sína í toppbaráttunni.  

Viktor Gísli Hallgrímsson var sterkur í markinu hjá GOG og varði 12 skot og var með 30% markvörslu. Þá varði hann tvö víti í þremur tilraunum. Hinum megin varði Ágúst Elí Björgvinsson 14 skot og var með 31% markvörslu. 

Elvar Örn Jónsson og félagar í Skjern máttu þola 31:35-tap á útivelli gegn Lemvig. Elvar skoraði þrjú mörk úr sjö skotum. 

GOG er í toppsætinu með 34 stig, þremur stigum á undan Álaborg og með leik til góða. Skjern er í sjöunda sæti með 21 stig og Kolding í áttunda sæti með 19 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert