Guðjón Valur Sigurðsson fer afar vel af stað á þjálfaraferli sínum en hann og lærisveinar hans í Gummersbach fögnuðu 37:30-sigri á Konstanz í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.
Gummersbach hefur nú leikið tólf leiki í röð í deildinni án þess að bíða ósigur. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach úr fimm skotum.
Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir toppliði Hamburg og með leik til góða. Gummersbach hefur unnið þrettán leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik af fimmtán.
Bietigheim mátti þola 28:29-tap fyrir Elbflorenz á heimavelli. Aron Rafn Eðvarðsson varði fimm skot og var með 20 prósenta markvörslu í liði Bietigheim sem Hannes Jón Jónsson þjálfar. Liðið er í sjöunda sæti með sextán stig.