11 stoðsendingar Ólafs í sigri

Ólafur Andrés Guðmundsson í leik með Kristianstad fyrr á tímabilinu.
Ólafur Andrés Guðmundsson í leik með Kristianstad fyrr á tímabilinu. Ljósmynd/Kristianstad

Ólafur Andrés Guðmundsson átti afar góðan leik í 28:22 sigri Kristianstad gegn Aranäs í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi.

Ólafur, sem er fyrirliði Kristianstad, skoraði þrjú mörk í leiknum en það sem helst vakti athygli er að hann gaf einnig 11 stoðsendingar.

Samherji hans Teitur Örn Einarsson átti sömuleiðis góðan leik og skoraði fjögur mörk auk þess að gefa sex stoðsendingar.

Kristianstad er eftir sigurinn í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 22 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert