Arnar Birkir tryggði nauman sigur

Arnar Birkir Hálfdánsson.
Arnar Birkir Hálfdánsson. Haraldur Jónasson/Hari

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sigurmark Íslendingaliðsins Aue í þýsku B-deildinni í handknattleik í dag en liðið vann 23:22-sigur gegn Dessauer.

Arnar Birkir skoraði fjögur mörk úr 12 skotum fyrir heimamenn í dag og þá skoraði hann síðasta mark leiksins, mínútu fyrir leikslok, til að tryggja Aue sigurinn. Sveinbjörn Pétursson var aðeins í marki Aue og varði tvö skot. Aue, sem er þjálfað af Rúnari Sigtryggssyni, situr í 10. sæti deildarinnar með 13 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert