Búið er að fresta einum leik í Olísdeild kvenna í handknattleik sem átti að fara fram í dag. Það er viðureign ÍBV og HK.
Að því er kemur fram á Handbolta.is er ástæða frestunarinnar sú að Herjólfur sigldi ekki síðdegis í gær vegna slæms veðurs og þá er ekki útlit fyrir að siglt verði árdegis í dag af sömu orsökum.
Ekki er búið að ákveða nýjan leiktíma að svo stöddu.