Leikurinn er búinn í hálfleik

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals.
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. Thorir O. Tryggvason.

„Það eru vonbrigði hvernig við spilum, við byrjum illa og leikurinn er í raun og veru búinn í hálfleik,“ sagði Ágúst Jó­hanns­son þjálfari Vals eftir slæmt 30:22-tap gegn Fram í toppbaráttuslag í Safamýrinni í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag.

Staðan var 19:8 í hálfleik en meira jafnræði var með liðinu eftir hlé. „Stelpurnar sýndu karakter og við gáfumst ekki upp, minnkum aðeins muninn en þetta eru mikil vonbrigði.

Fram er að mínu mati með besta liðið í dag, þær spila góðan handbolta og það hefur verið smá bras á okkur. Við höfum ekki alveg fundið taktinn eftir áramót en nú eru tvær vikur í næsta leik. Við nýtum þann tíma vel, vinnum í öllum hlutum okkar leiks og reynum að bæta okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert