Sannfærandi hjá Haukum í Hafnarfjarðarslagnum

Berta Rut Harðardóttir skoraði 10 mörk í dag.
Berta Rut Harðardóttir skoraði 10 mörk í dag.

Haukar unnu afar sannfærandi 33:19 sigur gegn nágrönnum sínum í FH í Kaplakrika í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. Berta Rut Harðardóttir fór á kostum í leiknum.

Eftir að Haukar höfuð komist í 4:0 minnkuðu FH-ingar muninn í 4:3. Haukastúlkur skoruðu hins vegar næstu fimm mörk og litu ekki til baka eftir það. Var staðan í hálfleik 15:8.

Haukar hertu enn frekar tökin í síðari hálfleiknum og unnu að lokum 14 marka sigur gegn lánlausum FH-ingum.

Markahæstar í liði Hauka voru Berta Rut með 10 mörk úr 12 skotum og Birta Lind Jóhannsdóttir með sex mörk úr sjö skotum.

Í liði FH skoruðu Britney Cots, Emilía Ósk Steinarsdóttir, Arndís Sara Þórsdóttir og Fanney Þóra Þórsdóttir allar þrjú mörk.

Haukar fara með sigrinum upp um eitt sæti í Olísdeildinni og eru nú í fimmta sæti.

FH-ingar sitja áfram sem fastast á botni deildarinnar án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert