Staða ÍR versnaði enn

Gunnar Malmqvist Þórsson skoraði 5 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld.
Gunnar Malmqvist Þórsson skoraði 5 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld. mbl.is/Hari

Afturelding hafði betur gegn ÍR 27:22 í Austurbergi í kvöld í Olís-deild karla í handknattleik.

ÍR situr á botni deildarinnar og er án stiga. Eftir leiki dagsins er liðið nú fjórum stigum á eftir Þórsurum og eins og áður fimm stigum á eftir Gróttu. 

Staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn 11:11 og 18:18 þegar um tólf mínútur voru eftir. Mosfellingar voru sterkari á lokakafla leiksins og nældu í stigin tvö. Afturelding er þá með 13 stig og fór á toppinn með sigrinum en Haukar eiga tvo leiki til góða og eru stigi á eftir. 

Gunnar Malmqvist Þórsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson skoruðu 5 mörk hvor fyrir Aftureldingu og Einar Ingi Hrafnsson skoraði fjögur. 

Sveinn Brynjar Agnarsson, Viktor Sigurðsson og Gunnar Valdimar Johnsen skoruðu 5 mörk hver fyrir ÍR. 

Óðinn Sigurðsson og Ólafur Rafn Gíslason vörðu 14 skot í marki ÍR og þeir Arnór Freyr Stefánsson, Brynjar Sigurjónsson og Bjarki Snær Jónsson 16 skot í marki Aftureldingar. 

Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR.
Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert