Dramatík í Vestmannaeyjum

Patrekur Stefánsson skoraði sigurmark leiksins.
Patrekur Stefánsson skoraði sigurmark leiksins. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA-menn komu, sáu og sigruðu, þegar þeir mættu til Vestmannaeyja og hirtu tvö stig með sér til Akureyrar. Leikurinn var í 8. umferð Olísdeildar karla  í handknattleik og jöfnuðu norðanmenn ÍBV að stigum í deildinni. Bæði lið eru nú með níu stig eftir átta leiki. Leiknum lauk með 28:29 sigri gestanna en lokamarkið var umdeilt.

Patrekur Stefánsson skoraði sigurmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka en þá sauð nánast upp úr en Eyjamenn voru allt annað en sáttir með dómara leiksins. Þeim fannst Arnór Viðarsson vera keyrður niður af Patreki rétt áður en hann skoraði með föstu skoti.

Reikna má með að dómararnir hafi gert mistök þarna en stigin tvö verða ekki tekin af KA-mönnum sem börðust virkilega vel fyrir þeim og léku mjög vel.

Sóknarleikur Eyjamanna var hægur á lokakaflanum og virtist erfitt fyrir liðið að skapa sér góð færi, sóknarleikur KA-manna var oftast hraðari en þeir náðu að keyra hraðann í leiknum vel niður þegar þeir fengu brottvísanir.

Vörn Eyjamanna er mjög þunnskipuð og máttu þeir illa fyrir meiðslum Ásgeirs Snæs Vignissonar og Arnórs Viðarssonar í leiknum sem þurftu báðir að sitja meiddir á bekknum í góðan tíma. Róbert Sigurðarson fékk sína þriðju tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sem engar sakir þegar lítið var eftir og kom það í raun veg fyrir að Eyjamenn gætu spilað almennilega vörn á lokakaflanum.

Það nýttu KA-menn sér vel og fengu mörg góð færi, vörn KA-manna hélst góð út leikinn þrátt fyrir að hafa misst Ólaf Gústafsson af velli með þrjár tveggja mínútna brottvísanir. Ólafur mátti varla brjóta af sér í leiknum án þess að vera sendur í kælingu, hann braut sex sinnum af sér en fékk samt á sig dæmd tvö víti og þrjár brottvísanir.

Kári Kristján Kristjánsson lék nánast sextíu mínútur fyrir Eyjamenn og stóð í þristinum lengi vel í vörn Eyjamanna sem stóð á köflum vel, en hélt þó ekki út.

ÍBV 28:29 KA opna loka
60. mín. Áki Egilsnes (KA) skoraði mark Þetta var alvöru negla! Björn mættur en það er ekki nóg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert