Alexander Petersson, landsliðsmaður í handknattleik, leikur væntanlega ekki með Flensburg næstu vikurnar vegna meiðsla.
Alexander gekk til liðs við Flensburg í janúar og félagið greindi frá því að Alexander væri á sjúkralistanum vegna meiðsla í læri.
Netmiðillinn Handbolti.is hefur eftir Alexander að sin hafi rifnað og hann vonist til að jafna sig á fimm til sex vikum.
Ljóst þykir að Alexander verði því ekki til taks þegar Ísland á að mæta Ísrael um miðjan mars í undankeppni EM.