Íslensku handknattleiksmennirnir Daníel Þór Ingason og Rúnar Kárason voru atkvæðamiklir í liði Ribe-Esbjerg sem vann sannfærandi 37:30-útisigur gegn Fredericia í danska handboltanum í kvöld.
Gestirnir byrjuðu betur og voru komnir í fimm marka forystu í hálfleik, 20:15, og gaf Íslendingaliðið lítið eftir í síðari hálfleik. Daníel og Rúnar gerðu fimm mörk hvor í leiknum, Daníel úr sex skotum og Rúnar úr tíu.
Ribe-Esbjerg er í 10. sæti með 17 stig og nú aðeins stigi frá Fredericia sem er í 9. sætinu.