Aron lék ekki með Barcelona

Dika Mem skoraði 5 mörk fyrir Barcelona í kvöld.
Dika Mem skoraði 5 mörk fyrir Barcelona í kvöld. AFP

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, var ekki í leikmannahópi Barcelona þegar liðið vann enn einn sigurinn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 

Barcelona fékk franska liðið Nantes í heimsókn og vann 30:29 í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Barcelona hefur unnið alla tólf leiki sína í riðlinum sem er mögnuð frammistaða.

Ungverska stórliðið Veszprém er með 17 stig en liðið vann Motor Zaporozhye 34:30 í kvöld. 

Í A-riðli keppninnar var einn leikur á dagskrá þegar París St. Germain vann Meshkov Brest 33:26.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert