Aron Dagur Pálsson lék í Moskvu í dag með liði sínu Alingsås frá Svíþjóð í Evrópudeildinni í handknattleik og mátti sætta sig við naumt tap.
CSKA Moskva vann 28:27 eftir spennandi leik. Aron stóð fyrir sínu og skoraði 3 mörk fyrir Alingsås og gaf eina stoðsendingu.
Liðin eru í C-riðli keppninnar og þar er Íslendingaliðið Magdeburg efst með 12 stig en CSKA Moskva kemur næst með 10 stig. Montpellier og Nexe Nasice eru með 8, Alingsås með 4 og Besiktas er án stiga.