Íslensku leikmennirnir Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir verða varla sakaðar um tapið hjá liði þeirra Vendsyssel gegn Randers í danska handknattleiknum í kvöld.
Randers hafði betur 22:20 en Elín Jóna varði frábærlega í marki Vendsyssel. Varði hún 21 skot í leiknum og var með liðlega 54% markvörslu.
Steinunn skoraði 3 mörk og nýtti marktækifærin vel en hún átti fjögur skot á markið.