FH á toppinn eftir sigur gegn botnliðinu

Birgir Már Birgisson var öflugur í liði FH í kvöld.
Birgir Már Birgisson var öflugur í liði FH í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH vann 34:29-sigur á botnliði ÍR í Kaplakrika í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. FH tók forystuna snemma leiks og gaf hana aldrei frá sér.

Staðan var orðin 19:10 í hálfleik og þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna átti lið FH alltaf sigurinn vísan. Birgir Már Birgisson skoraði átta mörk, flest allra, fyrir heimamenn en Ásbjörn Friðriksson var næstur með sjö mörk, eins og Leonharð Þorgeri Harðarson.

Í liði ÍR skoraði Ólafur Haukur Matthíasson níu mörk úr níu skotum en Breiðhyltingar eru áfram á botninum, án stiga, eftir tíu leiki. FH fer hins vegar á toppinn, liðið er nú með 14 stig í efsta sæti en Haukar eiga leik til góða, eru í öðru sæti með 13 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert