Tvö Íslendingalið voru að spila í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í kvöld og unnu þau bæði sannfærandi sigra í riðlum sínum.
Pólska liðið Kielce vann 39:29-sigur á Elverum frá Noregi en Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik fyrir Kielce, skoraði fimm mörk í leiknum. Kielce er með tveggja stiga forystu á Flensburg á toppi A-riðilsins, með 17 stig eftir 11 leiki.
Þá vann Aalborg 38:29-sigur á Zagreb á heimavelli sínum í Danmörku. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari danska liðsins.
Þá skoraði Ýmir Örn Gíslason tvö mörk fyrirþýska liðið RN Löwen sem vann 31:28-sigur á Trimo Trebnje frá Slóveníu í Evrópudeildinni fyrr í kvöld.