Stjarnan gerði sér góða ferð norður á Akureyri og vann 27:20-sigur á heimamönnum í Þór í Höllinni í kvöld. Nokkuð jafnræði var með liðinum fram að leikhléi en eftir það tóku Garðbæingar öll völd.
Staðan var 12:8 í hálfleik, gestunum í vil, en fyrsta stundarfjórðunginn var leikurinn hnífjafn. Stjarnan var svo mest tíu mörkum yfir í síðari hálfleik og vann að lokum sannfærandi sigur. Ihor Kopyshynskyi var markahæstur í kvöld með sjö mörk úr tíu skotum fyrir heimamenn en hjá Stjörnunni skorðu tveir fimm mörk, Ólafur Bjarki Ragnarsson og Tandri Már Konráðsson.
Stjarnan fer upp í 11 stig með sigrinum og upp fyrir KA og Val sem eiga leik til góða. Þórsarar eru áfram í 11. og næstneðsta sæti með fjögur stig.