Elvar Örn Jónsson var hetja Skjern í 30:29-sigri liðsins á Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Selfyssingurinn skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok eftir æsispennandi leik, en staðan í hálfleik var 14:13, Skjern í vil. Elvar skoraði alls fjögur mörk í leiknum úr sjö skotum.
Eftir leikinn er Skjern í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig eftir 19 leiki.