Valsmennirnir Stiven Tobar Valencia og Anton Rúnarsson voru báðir úrskurðaðir í eins leiks bann af aganefnd HSÍ í gær.
Þeir missa því báðir af leiknum gegn FH í 12. umferð úrvalsdeildarinnar, Olísdeildarinnar, í Origo-höllinni á Hlíðarenda mánudaginn 1. mars.
Bannið hljóta þeir fyrir óíþróttamannslega framkomu eftir leik KA og Vals á Akureyri sem lauk með 27:27-jafntefli.
Þeir eru báðir lykilmenn í liði Vals sem er í þriðja sæti Olísdeildarinnar með 13 stig eftir fyrstu ellefu umferðirnar.