Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur ákveðið að aflýsa öllum mótum yngri landsliða á árinu.
Þetta staðfesti IFH á heimasíðu sinni í gær en ákvörðunin er tekin vegna kórónuveirufaraldursins sem nú herjar á heimsbyggðina.
U19-ára landslið karla sem og U21-árs landslið karla voru bæði með þátttökurétt á HM sem átti að fara fram í sumar.
U17-ára og U19-ára landslið kvenna eru skráð til leiks á Evrópumót í sumar auk þess sem U-17 ára landslið karla er skráð á Opna Evrópumótið.
EHF, Handknattleikssamband Evrópu hefur yfirumsjón með þeim mótum en ekki hefur ennþá verið tekið ákvörðun um hvort þeim mótum verði frestað.