Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, átti enn einn stórleikinn fyrir Magdeburg þegar liðið vann Tusem Essen í þýsku 1. deildinni 34:28 í kvöld.
Skoraði Ómar 11 mörk í leiknum og var markahæstur. Gísli Þorgeir Kristjánsson lét ekki heldur sitt eftir liggja og skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg auk þess að gefa tvær stoðsendingar.
Magdeburg er í 3. sæti með 24 stig eftir 17 leiki en Essen er í næstneðsta sæti.
Melsungen, lið Guðmundar Þ. Guðmundssonar landsliðsþjálfara, er í 11. sæti með 17 stig eftir 14 leiki. Liðið tapaði í kvöld þegar það heimsótti Hannover-Burgdorf 31:22. Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk fyrir Melsungen.