Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson átti afar góðan leik fyrir Nice sem hafði betur gegn Dijon í B-deild Frakklands í handbolta í kvöld.
Grétar varði 14 skot og var með 40 prósenta markvörslu. Markvörðurinn hefur aðeins einu sinni varið fleiri skot í einum leik með Nice, en hann varði 17 skot gegn Billére í desember.
Er hann með 10,86 varin skot að meðaltali í 14 leikjum með Nice og 32,34 prósenta markvörslu. Þá hefur hann skorað eitt mark.
Nice er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig eftir 15 leiki.