Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson fer afar vel af stað með Nancy í frönsku B-deildinni í handbolta en hann skoraði sigurmark liðsins í 31:30-heimasigri á Massy í sínum fyrsta leik í kvöld.
Elvar kom til Nancy frá Stuttgart í Þýskalandi á dögunum og var fljótur að láta að sér kveða í nýju landi. Elvar var næstmarkahæstur í liði Nancy með sex mörk úr tíu skotum.
Nancy er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir 15 leiki og í baráttu um sæti í efstu deild.