Eyjakonan Díana Dögg Magnúsdóttir átti góðan leik fyrir Sachsen Zwickau í 27:24-sigri á Werder Bremen á útivelli í B-deild Þýskalands í handbolta í kvöld.
Díana var næstmarkahæst í liði Zwickau með sex mörk. Þá lagði hún upp tvö mörk til viðbótar.
Díana og stöllur eru í öðru sæti deildarinnar með 29 stig eftir 17 leiki og í hörðum slag um sæti í efstu deild.