KA/Þór fór upp í toppsæti Olísdeildar kvenna í handbolta með öruggum 34:17-sigri á FH á heimavelli í dag. FH er enn á botninum án stiga.
Yfirburðir KA/Þórs voru miklir og var staðan 11:3 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og staðan í hálfleik 19:5. Seinni hálfleikurinn reyndist formsatriði fyrir KA/Þór og sigurinn afar öruggur.
Ásdís Guðmundsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoruðu sjö mörk hvor fyrir KA/Þór og Ragnheiður Tómasdóttir skoraði sex fyrir FH.